Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. janúar 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eriksen búinn að samþykkja tilboð frá Inter
Tottenham vill 20 milljónir evra
Mynd: FIFA
Danski miðjumaðurinn Christian Eriksen mun ganga í raðir Inter í janúar ef félagið kemst að samkomulagi við Tottenham um kaupverð.

Samningur Eriksen rennur út næsta sumar og ætlar hann að yfirgefa félagið frítt. Hann vill þó frekar skipta strax um félag og er búinn að samþykkja samningstilboð frá Inter, sem er í harðri toppbaráttu í ítölsku deildinni.

Inter er reiðubúið til að greiða 10 milljónir evra fyrir Eriksen en Tottenham vill fá 20 milljónir. Eriksen var í byrjunarliði Tottenham sem lagði Middlesbrough að velli í bikarnum í gærkvöldi.

„Hann (Eriksen) spilaði mjög vel. Hann spilaði eins og sannur fagmaður sem er nákvæmlega það sem ég bjóst við af honum," sagði Mourinho að leikslokum.

„Ef það er hans ákvörðun að fara þá verður hann að gera það með höfuðið hátt. Hann leggur sig alltaf fram fyrir liðið sitt og það er virðingarvert."
Athugasemdir
banner
banner