Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. janúar 2021 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Strootman í Genoa - Atalanta kaupir Mæhle (Staðfest)
Mæhle var í byrjunarliði Atalanta sem sló Cagliari úr ítalska bikarnum í gærkvöldi. Hann mun berjast við Hans Hateboer um byrjunarliðssæti.
Mæhle var í byrjunarliði Atalanta sem sló Cagliari úr ítalska bikarnum í gærkvöldi. Hann mun berjast við Hans Hateboer um byrjunarliðssæti.
Mynd: Getty Images
Janúarglugginn er opinn og eru félög að keppast við að styrkja leikmannahópa sína þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu sökum Covid.

Ítölsku félögin Genoa og Atalanta voru að bæta sitthvorum leikmanninum við sig.

Genoa var að krækja í hollenska miðjumanninn Kevin Strootman sem á yfir 130 leiki að baki fyrir Roma og því með mikla reynslu úr ítalska boltanum.

Hinn þrítugi Strootman kemur á lánssamningi frá Marseille þar sem honum hefur ekki tekist að festa sig í sessi sem lykilmaður í byrjunarliðinu.

Atalanta er þá búið að krækja í danska bakvörðinn Joakim Mæhle frá Genk í Belgíu. Atalanta er talið greiða 10 milljónir evra fyrir Mæhle sem ruddi sér leið inn í danska landsliðið í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner