Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 15. janúar 2022 14:41
Haraldur Örn Haraldsson
Aron Bjarki: Ofboðslega spenntur að spila stórt hlutverk með ÍA
Mynd: ÍA
Aron Bjarki Jósepsson spilaði fyrri hálfleikin fyrir ÍA þegar þeir mættu FH í Fóbolti.net mótinu í dag en hann er nýkominn til félagsins frá KR.

ÍA sigraði leikinn 5-4 í skemmtilegum leik en Aron var síðan tekin í viðtal eftir leik.

Þá er öðrum leik undirbúningstímabilsins búinn hvernig leggst þetta í þig?

„Bara mjög vel, ofboðslega spenntur fyrir því að fá tækifærið til að spila með skaganum og fá að vera í stóru hlutverki."

Voru engin önnur félög sem komu til greina að skipta yfir í?

„Jú jú það voru alveg eitthvað, nokkrir möguleikar. Þetta gerðist bara soldið hratt síðan við töluðum saman núna á miðvikudaginn ég og Jói Kalli og mér bara leist rosalega vel á verkefnið og við gerðum þetta bara flott saman, getum látið þetta ganga upp þannig ég er bara rosa spenntur."

Var ástæðan fyrir því að þú ákveður að skipta um félag að Finnur Tómas kemur til KR?

„Sko já og nei. Ég var búinn að tala við KR og við vorum búnir að vera í samræðum um það allan vetur að ef ég myndi fá verkefni sem myndi henta mér mjög vel og myndi fá stórt hlutverk í þá myndi ég taka það. Þetta kom bara núna upp og ég var mjög spenntur fyrir því þannig ég tók það. Þeir vissu það líka KR-ingar."

Er mikið hægt að rýna í svona leik sem er svona snemma á undirbúningstímabilinu?

„Já já það er fullt í þessu sem maður getur verið að pæla í. Við erum að finna soldið shapeið á okkur og hvernig við eigum að vera svo er bara geggjað að vinna, það er alltaf gott að búa til sigurhefð. FH-ingarnir eru með gott lið þannig það er frábært að vera vinna þá þannig við tökum bara jákvæðu hlutina út úr þessu og svo lærum við af þeim neikvæðu"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner