Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   lau 15. janúar 2022 14:41
Haraldur Örn Haraldsson
Aron Bjarki: Ofboðslega spenntur að spila stórt hlutverk með ÍA
Mynd: ÍA
Aron Bjarki Jósepsson spilaði fyrri hálfleikin fyrir ÍA þegar þeir mættu FH í Fóbolti.net mótinu í dag en hann er nýkominn til félagsins frá KR.

ÍA sigraði leikinn 5-4 í skemmtilegum leik en Aron var síðan tekin í viðtal eftir leik.

Þá er öðrum leik undirbúningstímabilsins búinn hvernig leggst þetta í þig?

„Bara mjög vel, ofboðslega spenntur fyrir því að fá tækifærið til að spila með skaganum og fá að vera í stóru hlutverki."

Voru engin önnur félög sem komu til greina að skipta yfir í?

„Jú jú það voru alveg eitthvað, nokkrir möguleikar. Þetta gerðist bara soldið hratt síðan við töluðum saman núna á miðvikudaginn ég og Jói Kalli og mér bara leist rosalega vel á verkefnið og við gerðum þetta bara flott saman, getum látið þetta ganga upp þannig ég er bara rosa spenntur."

Var ástæðan fyrir því að þú ákveður að skipta um félag að Finnur Tómas kemur til KR?

„Sko já og nei. Ég var búinn að tala við KR og við vorum búnir að vera í samræðum um það allan vetur að ef ég myndi fá verkefni sem myndi henta mér mjög vel og myndi fá stórt hlutverk í þá myndi ég taka það. Þetta kom bara núna upp og ég var mjög spenntur fyrir því þannig ég tók það. Þeir vissu það líka KR-ingar."

Er mikið hægt að rýna í svona leik sem er svona snemma á undirbúningstímabilinu?

„Já já það er fullt í þessu sem maður getur verið að pæla í. Við erum að finna soldið shapeið á okkur og hvernig við eigum að vera svo er bara geggjað að vinna, það er alltaf gott að búa til sigurhefð. FH-ingarnir eru með gott lið þannig það er frábært að vera vinna þá þannig við tökum bara jákvæðu hlutina út úr þessu og svo lærum við af þeim neikvæðu"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner