Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 15. janúar 2022 14:41
Haraldur Örn Haraldsson
Aron Bjarki: Ofboðslega spenntur að spila stórt hlutverk með ÍA
Mynd: ÍA
Aron Bjarki Jósepsson spilaði fyrri hálfleikin fyrir ÍA þegar þeir mættu FH í Fóbolti.net mótinu í dag en hann er nýkominn til félagsins frá KR.

ÍA sigraði leikinn 5-4 í skemmtilegum leik en Aron var síðan tekin í viðtal eftir leik.

Þá er öðrum leik undirbúningstímabilsins búinn hvernig leggst þetta í þig?

„Bara mjög vel, ofboðslega spenntur fyrir því að fá tækifærið til að spila með skaganum og fá að vera í stóru hlutverki."

Voru engin önnur félög sem komu til greina að skipta yfir í?

„Jú jú það voru alveg eitthvað, nokkrir möguleikar. Þetta gerðist bara soldið hratt síðan við töluðum saman núna á miðvikudaginn ég og Jói Kalli og mér bara leist rosalega vel á verkefnið og við gerðum þetta bara flott saman, getum látið þetta ganga upp þannig ég er bara rosa spenntur."

Var ástæðan fyrir því að þú ákveður að skipta um félag að Finnur Tómas kemur til KR?

„Sko já og nei. Ég var búinn að tala við KR og við vorum búnir að vera í samræðum um það allan vetur að ef ég myndi fá verkefni sem myndi henta mér mjög vel og myndi fá stórt hlutverk í þá myndi ég taka það. Þetta kom bara núna upp og ég var mjög spenntur fyrir því þannig ég tók það. Þeir vissu það líka KR-ingar."

Er mikið hægt að rýna í svona leik sem er svona snemma á undirbúningstímabilinu?

„Já já það er fullt í þessu sem maður getur verið að pæla í. Við erum að finna soldið shapeið á okkur og hvernig við eigum að vera svo er bara geggjað að vinna, það er alltaf gott að búa til sigurhefð. FH-ingarnir eru með gott lið þannig það er frábært að vera vinna þá þannig við tökum bara jákvæðu hlutina út úr þessu og svo lærum við af þeim neikvæðu"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner