Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. janúar 2022 14:11
Brynjar Ingi Erluson
Fótbolti.net mótið: Markasúpa í endurkomusigri ÍA á FH
Guðmundur Tyrfingsson gerði sigurmark Skagamanna
Guðmundur Tyrfingsson gerði sigurmark Skagamanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 4 - 5 ÍA
1-0 Jónatan Ingi Jónsson ('11 )
1-1 Breki Þór Hermannsson ('15 )
2-1 Jónatan Ingi Jónsson ('18 )
2-2 Breki Þór Hermannsson ('23 )
2-3 Steinar Þorsteinsson ('45 )
3-3 Baldur Logi Guðlaugsson ('48 )
4-3 Matthías Vilhjálmsson ('68 )
4-4 Gísli Laxdal ('81 )
4-5 Guðmundur Tyrfingsson ('83 )
Rautt spjald: Baldur Logi Guðlaugsson ('90, FH )

Skagamenn unnu magnaðan 5-4 sigur á FH í A-deild Fótbolta.net mótsins í Skessunni í dag. Gestirnir sóttu öll stigin með tveimur mörkum undir lok leiksins.

Jónatan Ingi Jónsson kom FH á bragðið á 11. mínútu áður en Breki Þór Hermannsson jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Jónatan svaraði og kom FH aftur yfir á 18. mínútu. Breki var ekki minni maður og jafnaði metin fimm mínútum síðar og báðir með tvö mörk snemma leiks.

Steinar Þorsteinsson kom Skagamönnum yfir áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

FH-ingar komu öflugir inn í síðari hálfleikinn. Baldur Logi Guðlaugsson skoraði og jafnaði þar með metin. Matthías Vilhjálmsson kom FH-ingum yfir tuttugu mínútum síðar.

Þegar tæpar tíu mínútur voru eftir settu Skagamenn í næsta gír og skoruðu tvö. Gísli Laxdal skoraði á 81. mínútu og tveimur mínútum síðar kom sigurmarkið frá Guðmundi Tyrfingssyni.

Baldur Logi fékk að líta rauða spjaldið í liði FH áður en flautað var til leiksloka. Lokatölur 5-4 fyrir ÍA sem er með þrjú stig eftir tvo leiki í riðli 2 en FH án stiga eftir fyrsta leik sinn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner