lau 15. janúar 2022 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Funda vegna Benítez
Rafa Benitez.
Rafa Benitez.
Mynd: EPA
Stjórnarfólk Everton er að funda um framtíð knattspyrnustjórans Rafa Benítez.

Everton tapaði í dag fyrir Norwich í ensku úrvalsdeildinni, 2-1. Liðið hefur aðeins unnið einn leik síðan í september og er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum frá fallsæti.

Benitez var ráðinn stjóri Everton síðasta sumar en hann hefur ekki náð að gera mikið gott hingað til. Stuðningsfólk vill losna við hann; árangurinn er ekki góður og það hjálpar ekki að hann er fyrrum stjóri Liverpool, erkifjenda Everton.

„Ég kom hingað til að laga vandamál sem eru ekki bara frá síðustu fimm mánuðum. Kannski erum við að tala um vandamál sem hafa staðið í nokkur ár. Þú reynir að laga þessi vandamál en þú þarft tíma. Markahæsti leikmaðurinn frá síðasta tímabili er ekki búinn að spila mikið og það gerir stöðuna erfiðari. Núna eru leikmenn að koma til baka og vonandi verðum við sterkari," sagði Benitez eftir tapið gegn Norwich í dag.

The Athletic hefur góðar heimildir fyrir því að Benitez verði rekinn fyrir leikinn gegn Aston Villa um næstu helgi.

Benitez skrifaði undir þriggja ára samning síðasta sumar og fær því góða útborgun ef hann verður látinn fara.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner