Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   fim 15. apríl 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Allegri orðaður við Bayern
SportMediaset segir að Massimiliano Allegri komi til greina sem næsti þjálfari Bayern München.

Hansi Flick mun væntanlega hætta með Bæjara eftir tímabilið en hann er sterklega orðaður við þýska landsliðið.

Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, hefur mest verið í umræðunni varðandi starfið hjá Bayern en nú er Allegri kominn í umræðuna.

Allegri raðaði inn Ítalíumeistaratitlum hjá Juventus en hefur verið án félags í tvö ár.
Athugasemdir
banner