Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 15. apríl 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Allegri orðaður við Bayern
SportMediaset segir að Massimiliano Allegri komi til greina sem næsti þjálfari Bayern München.

Hansi Flick mun væntanlega hætta með Bæjara eftir tímabilið en hann er sterklega orðaður við þýska landsliðið.

Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, hefur mest verið í umræðunni varðandi starfið hjá Bayern en nú er Allegri kominn í umræðuna.

Allegri raðaði inn Ítalíumeistaratitlum hjá Juventus en hefur verið án félags í tvö ár.
Athugasemdir
banner
banner