Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 15. apríl 2021 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Eins og að spila á móti Neymar og slúttin eru í ruglinu"
Eru eins og bræður
Gummi og Birnir
Gummi og Birnir
Mynd: Aðsend
Hann þarf að stilla hausinn, finna sitt rétta form og vera ekkert að taka þessu of alvarlega.
Hann þarf að stilla hausinn, finna sitt rétta form og vera ekkert að taka þessu of alvarlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hef sagt það oft við hann að þetta snýst um að hafa gaman líka
Ég hef sagt það oft við hann að þetta snýst um að hafa gaman líka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þór Júlíusson, varafyrirliði HK, ræddi við fréttaritara Fótbolta.net í dag.

Þegar hafa verið birtir tveir hlutar úr spjallinu við Gumma og má nálgast þá hér að ofan. Í öðrum hlutanum kom Gummi inn á það að það væri ástæða fyrir því að ákveðnir leikmenn væru í HK. Einn af þeim sem hann nefndi var Birnir Snær Ingason.

Fyrsti og annar hluti:
Gummi Júl: Menn eiga ekki að líta á HK sem skref niður á við
„Ástæða fyrir því að Arnar, Biddi og Bjarni eru í HK"

Birnir var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni og krafðist þáttarstjórnandi, Hjörvar Hafliðason, þess að Birnir myndi sýna að hann væri besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

Talandi um Birni Snæ, Hjörvar setti þokkalega pressu á hann með sínum ummælum. Hvernig ert þú að upplifa Birni? Setur þú einhverja pressu á hann að taka næsta skref eða hvernig horfir þetta við þér?

„Ég og Birnir erum mjög tengdir, hann er nánast eins og bróðir fyrir mér. Ég og systir hans erum í sambúð og eigum tvö börn saman," sagði Gummi.

„Þegar þú ert með honum á æfingum þá er eins og þú sért að spila á móti Neymar, hann setur mann bara á rassgatið hægri vinstri og slúttin hjá honum eru í ruglinu. Þegar hann fer á þig einn á einn þá er þetta bara búið.“

„Jú, ég set pressu á hann en fyrst og fremst vonast maður til að þetta komi hjá honum. Að hann geri það að venju að skora og leggja upp og það allt. Hann þarf að stilla hausinn, finna sitt rétta form og vera ekkert að taka þessu of alvarlega. Ég hef sagt það oft við hann að þetta snýst um að hafa gaman líka. Stundum vilja menn vera að gleyma sér í því að taka hlutunum of alvarlega og þá gengur oft ekki mjög mikið upp.“

„Eins og fyrir hann að koma úr Val, það var engin óskastaða. Hann þurfti að sætta sig við það, að þetta væri staðan og þá er hægt að einbeita sér að því að delivera. Hann átti frábæra leiki í fyrra en það vantaði meiri stöðugleika í hann eins og allt liðið. Hann var að spila vel þegar liðið var að spila vel og það fer ekkert bara á hann þegar liðið var að spila illa. Allir þurfa að stíga upp og eiga fleiri góða leiki til að ná inn fleiri sigrum.“

„Ég er alveg sammála Hjöbba. Ég hef horft á hann sem einn af þessum gæjum sem eiga eftir að springa út og beðið eftir því þau tímabil sem hann hefur spilað. Það hefur aldrei komið stöðugleikinn á hann að gera það."

„Þú sérð það á æfingum núna, hvernig hann er farinn að hugsa varnarleikinn og annað á annan hátt. Hann verður við það betri leikmaður og það er verkefni sem hann er búinn að stilla sig sjálfur inn á. Það verður spennandi að fylgjast með honum í sumar,“
sagði Gummi.

Fyrsti og annar hluti:
Gummi Júl: Menn eiga ekki að líta á HK sem skref niður á við
„Ástæða fyrir því að Arnar, Biddi og Bjarni eru í HK"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner