Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. apríl 2021 13:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Krefst þess að Birnir sýni að hann sé besti leikmaður deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason er HK-ingur og þáttarstjórnandi í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Í þætti gærdagsins var m.a. fjallað um HK.

Hjörvar krefst þess að Birnir Snær Ingason sýni að hann sé besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

„Birnir Snær Ingason verður núna að sýna mér það að hann sé besti leikmaðurinn í deildinni. Hann sýndi mér það seinni hlutann í fyrra. Ég geri þær kröfur á hann að hann verði besti leikmaður í deildinni í ár," sagði Hjörvar.

Birnir er 24 ára og uppalinn í Fjölni. Fyrir sumarið 2019 gekk hann í raðir Vals en um mitt sumar var hann fenginn yfir í HK. Með HK hefur hann skorað sjö mörk í 29 leikjum í deild og bikar. Birnir er sóknarsinnaður leikmaður sem spilar oftast á vinstri kanti. Hann verður 25 ára seint á þessu ári.

„Fyrir mér á hann að hugsa þetta þannig að þetta sé hans síðasta ár til að geta eitthvað hérna heima. Árið 2022 verður hann líklega of gamall til að fara út. Maður hefur alveg séð leikmenn fara út á þessum aldri," sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, einn af sérfræðingum þáttarins.

„Það er allur grunnur fyrir hann að gera góða hluti, liðið er svakalalega skipulagt og drillað. Það spilar altént mjög þéttan fótbolta þannig að það hlýtur að vera pláss fyrir Birni til að svindla hér og þar og vera svolítill bolti. Taka boltann, taka menn á og nýta plássið í skyndisóknum. HK er að ná oft að einangra mikið svæði fyrir Binna og á síðustu leiktíð mynti þetta á Kaj Leo þegar hann var hjá ÍBV. Það eru ekkert margir gaurar í deildinni sem bara labba framhjá næsta manni," sagði Tómas Þór Þórðarson sem var gestur í þættinum.

„Hann er einn af þeim sem getur sólað tvo eða þrjá en svo vantar að klára færin með skoti. Aron Sig var lengi svona hjá Fjölni en þegar hann fór að hamra boltanum í vinkilinn þá var hann farinn út," skaut Hrafnkell inn í.

„Hann þarf að ákveða 'mindset-ið' sitt. Er hann að spila fyrir samningi hjá Val eða Lilleström eða er hann bara sáttur þarna hjá HK. Ég held að hann þurfi að vita svolítið hvað hann vill," bætti Tómas við.

Birnir á að baki 100 leiki í efstu deild og hefur skorað nítján mörk. Þá lék hann á sínum tíma þrjá leiki með U21 árs landsliðinu.


Athugasemdir
banner