Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 15. apríl 2021 18:27
Aksentije Milisic
Enskt félag dregur sig úr baráttunni um Haaland - Of háar launakröfur
Haaland og Foden fara yfir málin.
Haaland og Foden fara yfir málin.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum frá miðlinum Goal hefur eitt enskt félag ákveðið að draga sig úr baráttunni um kaup á Erling Braut Haaland, framherja Dortmund.

Ekki er nefnt hvaða félag þetta er en Manchester United, Manchester City og Chelsea eru öll sögð hafa mikinn áhuga á að klófesta þennan magnaða markaskorara.

Raiola á að hafa sagt þessu félagi að Haaland vilji fá 30 milljónir punda í árslaun hjá sínu næsta liði.

Þessar rosalegu launakröfur hafa því fengið eitt lið til þess að draga sig úr baráttunni um Norðmanninn stæðilega. Real Madrid og Barcelona eru einnig á meðal þeirra liða sem eru talin líklegust til að hreppa Haaland.

Goal greinir hins vegar líka frá því að Barcelona og Real Madrid telja það mjög erfitt að fá leikmanninn. Haaland er sagður vera 154 milljóna punda virði og ofan á sú upphæð þarf einnig að greiða umboðsmönnum.

Bayern Munchen vill einnig fá framherjann en félagið er sagt frekar vilja bíða í eitt ár með að fá hann, verði hann áfram hjá Dortmund.
Athugasemdir
banner
banner
banner