Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   mán 15. apríl 2024 15:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Eysteinn Þorri.
Eysteinn Þorri.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Sindri Þór Ingimarsson er fyrrum leikmaður Augnabliks og spilar í dag með Stjörnunni.
Sindri Þór Ingimarsson er fyrrum leikmaður Augnabliks og spilar í dag með Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Okkur líst mjög vel á þennan drátt, algjör draumadráttur fyrir okkur. Það er mikil saga á milli Jökuls og Augnabliks og auðvitað Sindra Ingimars (leikmanns Stjörnunnar), það verður bara gaman að fá þá í Portúgal (Fífuna). Það voru kannski skiptar skoðanir innan leikmannahópsins hvað við vildum úr drættinum, en ef það átti að vera eitthvað Bestu deildarlið þá Stjarnan eða Breiðablik. Ég hefði alveg verið til í Hafnir (úr 5. deild) heima," sagði Eysteinn Þorri Björgvinsson, leikmaður Augnabliks, við Fótbolta.net í dag.

Augnablik tekur á móti Stjörnunni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í næstu viku. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er fyrrum þjálfari Augnabliks.

„Það er geggjað að fara mæta Jökli, Jölli er alltaf Jölli í Portúgal. Við þekkjum hann ágætlega, þekkjum hvernig hann vill spila. Við erum með þjálfara sem er hálfgerður lærisonur Jökuls þannig þetta verða bara tvö lið sem ætla að spila boltanum meðfram jörðinni og spila geggjaðan fótbolta. Ég held það sé bara snilld."

„Við erum ekki að fara bakka frá okkar gildum, við spilum alltaf út frá marki, spilum meðfram jörðinni, svipað og Jökull vill spila með Stjörnunni. Þeir munu líklega gera það sama á móti okkur. Þetta verður bara geggjaður leikur held ég."


Eysteinn ræðir um markmið sumarsins og tenginguna við Breiðablik í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst. Augnablik er í 3. deild og Stjarnan er í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner