Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 15. apríl 2024 15:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Eysteinn Þorri.
Eysteinn Þorri.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Sindri Þór Ingimarsson er fyrrum leikmaður Augnabliks og spilar í dag með Stjörnunni.
Sindri Þór Ingimarsson er fyrrum leikmaður Augnabliks og spilar í dag með Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Okkur líst mjög vel á þennan drátt, algjör draumadráttur fyrir okkur. Það er mikil saga á milli Jökuls og Augnabliks og auðvitað Sindra Ingimars (leikmanns Stjörnunnar), það verður bara gaman að fá þá í Portúgal (Fífuna). Það voru kannski skiptar skoðanir innan leikmannahópsins hvað við vildum úr drættinum, en ef það átti að vera eitthvað Bestu deildarlið þá Stjarnan eða Breiðablik. Ég hefði alveg verið til í Hafnir (úr 5. deild) heima," sagði Eysteinn Þorri Björgvinsson, leikmaður Augnabliks, við Fótbolta.net í dag.

Augnablik tekur á móti Stjörnunni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í næstu viku. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er fyrrum þjálfari Augnabliks.

„Það er geggjað að fara mæta Jökli, Jölli er alltaf Jölli í Portúgal. Við þekkjum hann ágætlega, þekkjum hvernig hann vill spila. Við erum með þjálfara sem er hálfgerður lærisonur Jökuls þannig þetta verða bara tvö lið sem ætla að spila boltanum meðfram jörðinni og spila geggjaðan fótbolta. Ég held það sé bara snilld."

„Við erum ekki að fara bakka frá okkar gildum, við spilum alltaf út frá marki, spilum meðfram jörðinni, svipað og Jökull vill spila með Stjörnunni. Þeir munu líklega gera það sama á móti okkur. Þetta verður bara geggjaður leikur held ég."


Eysteinn ræðir um markmið sumarsins og tenginguna við Breiðablik í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst. Augnablik er í 3. deild og Stjarnan er í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner