Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mán 15. apríl 2024 20:43
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Atalanta missti niður tveggja marka forystu á heimavelli
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Atalanta 2 - 2 Verona
1-0 Gianluca Scamacca ('13)
2-0 Ederson ('18)
2-1 Darko Lazovic ('56)
2-2 Tijjani Noslin ('60)

Atalanta tók á móti Verona í síðasta leik 32. umferðar ítalska deildartímabilsins og komust heimamenn í tveggja marka forystu snemma leiks.

Gianluca Scamacca skoraði glæsilegt mark á þrettándu mínútu og lagði annað mark upp fimm mínútum síðar fyrir brasilíska miðjumanninn Éderson.

Atalanta er í harðri baráttu um Evrópusæti og tefldi fram sterku byrjunarliði í kvöld, án þess að hvíla lykilmenn fyrir stórleikinn sem er framundan gegn Liverpool næsta fimmtudag.

Atalanta vann afar óvæntan 0-3 sigur á Anfield og spilaði flottan fyrri hálfleik gegn Verona í kvöld, en seinni hálfleikurinn var afleitur þar sem heimamenn réðu ekki við Tijjani Noslin.

Noslin skoraði og lagði upp til að jafna metin snemma í síðari hálfleik og tókst hvorugu liði að krækja í sigurmark í kjölfarið.

Lokatölur urðu því 2-2 og situr Atalanta í sambandsdeildarsæti, átta stigum frá meistaradeildarsæti.

Stigið er mikilvægt fyrir Verona þar sem liðið er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið, ásamt Udinese og Empoli.

Þetta hefur blásið auknu lífi í vonir Liverpool um ótrúlega endurkomu í seinni leiknum gegn Atalanta í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner