Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mán 15. apríl 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Dýrmætur sigur Valencia eftir dramatískar lokamínútur
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Osasuna 0 - 1 Valencia
0-1 Andre Almeida ('18)

Andre Almeida skoraði eina mark leiksins er Valencia lagði Osasuna á útivelli í eina leik kvöldsins í efstu deild spænska boltans.

Almeida skoraði á átjándu mínútu eftir stoðsendingu frá Diego Lopez en heimamenn í Osasuna voru sterkari aðilinn í leiknum.

Osasuna hélt boltanum vel en átti í miklum erfiðleikum með að finna glufur á þéttum varnarpakka Valencia, sem tókst að halda út til leiksloka.

Það var mikil dramatík á lokamínútum leiksins þegar heimamenn í Osasuna fengu dæmda vítaspyrnu, en Ante Budimir klúðraði á 97. mínútu.

Niðurstaðan 0-1 sigur Valencia, sem er í harðri baráttu við Real Sociedad og Real Betis um sæti í Evrópukeppni.

Osasuna siglir lygnan sjó um miðja deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner