Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 15. maí 2019 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Di Marzio: Tvö ítölsk félög funduðu um Sanchez
Gianluca Di Marzio, hinn áreiðanlegi ítalski blamaður, segir frá því að tvö ítölsk félög hafi fundað með umboðsmanni Alexis Sanchez.

Sanchez hefur ollið miklum vonbrigðum frá því hann gekk í raðir Manchester United í janúar 2017.

Sjá einnig:
Sanchez biðst afsökunar og kennir meiðslum um

Di Marzio segir að Juventus og Inter hafi hitt umboðsmann Sílemannsins. Félögin eru að fylgjast með stöðu mála hjá Sanchez en eins og staðan er núna eru launakröfur hans of háar.

Sanchez þekkir ítalska boltann vel eftir að hafa áður leikið fyrir Udinese.

Enska götublaðið Mirror sagði frá því í dag að United gæti þurft að borga Sanchez 12 milljónir punda til þess að hann fari annað á næsta tímabili. Í greininni segir að Inter hafi áhuga á að fá hann á láni og United muni þá þurfa að borga helminginn af launum hans.
Athugasemdir
banner