Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 12. maí 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sanchez biðst afsökunar og kennir meiðslum um
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez, leikmaður Manchester United, birti færslu á samfélagsmiðlum eftir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Þar biðst hann afsökunar og kennir meiðslum um slaka frammistöðu sína á þessu tímabili.

Sanchez hefur verið arfaslakur frá því hann kom til United frá Arsenal í janúar 2017. Hann var hreint út sagt hörmulegur á tímabilinu sem var að ljúka.

Sanchez tók ekki þátt í 2-0 tapi Manchester United gegn Cardiff í dag. En eftir leikinn fór hann á Instagram og skrifaði þar afsökunarbeiðni. Í færslunni kennir hann meiðslum um slaka frammistöðu sína á tímabilinu.

„Þetta var mjög erfitt tímabil. Stuðningsmennirnir eiga skilið afsökunarbeiðni vegna þess að þeir styðja við bakið á þér sama hvað."

„Persónulega þá spilaði ég ekki eins vel og ég bjóst við vegna ófyrirsjáanlegra meiðsla."

„Fjölmiðlar og annað fólk voru með sögur um ýmislegt sem var ekki satt. Ég var alltaf fagmannlegur á öllum sviðum."

„Ég bið stuðningsmenn afsökunar að við skyldum ekki ná markmiðum okkar. Ég er viss um að Manchester United mun snúa aftur á þann stað sem það var á undir stjórn Sir Alex Ferguson á sínum tíma."

Færslu Sanchez má lesa í heild sinni hér að neðan.

Sanchez er samningsbundinn Manchester United til 2022. Hann er á risasamningi hjá félaginu.

View this post on Instagram

Fue una temporada muy complicada, pero ellos los fans, son los únicos que se merecen unas disculpas, te apoyan siempre a pesar de todo por este club. En lo personal, no jugué todo lo que esperaba, me lesioné de cosas que nunca me habían pasado. Hay cosas internas que la gente y periodistas hablan sin saber. Siempre fui profesional en todo sentido, ofrezco disculpas a los fans 🙏🏽 por no estar peleando cosas importantes, siendo que somos el Manchester United. Jugadores y Staff saquemos conclusión, si hicimos lo correcto y entregamos lo mejor de cada uno por esta camiseta... Estoy seguro que el Manchester United, volverá a ser el club, que algún día fue, con el señor Alex Ferguson. ⬇️ 🙏🏽 It was a very tough season...the fan are the ones who deserve an apology as they always support you no matter what happens. Personally, I didn’t perform as much as I was expecting because of unpredictable injuries. Press and people were speculating of things that were not even true. I was always a professional in all aspects. I apologise to the fans 🙏 for not be able to achieve our goals,Nevertheless we are Manchester United! Players and Staff are questioning if we were doing the right thing and if we were giving our best for this football shirt ... I'm certain that Manchester United one day will return to be the club, as it was in the old days with Mr. Alex Ferguson. 💪🏽....

A post shared by Alexis Sanchez (@alexis_officia1) on


Athugasemdir
banner
banner