banner
   mið 15. maí 2019 16:24
Arnar Daði Arnarsson
Margrét Eva lánuð í Fylki (Staðfest)
Margrét Eva í leik gegn Val síðasta sumar.
Margrét Eva í leik gegn Val síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hin tvítuga Margrét Eva Sigurðardóttir sem hefur verið fastamaður í liði HK/Víkings undanfarin tvö tímabil hefur verið lánuð í Fylki. Bæði lið leika í Pepsi Max-deildinni.

Varnarmaðurinn, Margrét Eva hefur verið á varamannabekk HK/Víkings í upphafi tímabil er fædd árið 1999. Hún á að baki 60 leiki með HK/Víkingi í meistaraflokki og skorað í þeim tvö mörk.

Hún á einnig sex unglingalandsleiki að baki fyrir Ísland.

Fylkir er nýliði í Pepsi Max-deildinni og er með sex stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. HK/Víkingur er hinsvegar með þrjú stig.

Fylkir mætir Stjörnunni á miðvikudaginn í næstu viku og það gæti verið fyrsti leikur Margrétar með Fylki.
Athugasemdir
banner
banner