Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. maí 2020 20:30
Aksentije Milisic
Emery gagnrýnir Özil: Er með slæmt hugarfar
Mynd: Getty Images
Unai Emery, fyrrverandi stjóri Arsenal, hefur gagnrýnt Mesut Özil, leikmann liðsins. Samband þeirra tveggja var ekki gott á meðan Emery var stjóri liðsins og var Özil mikið á bekknum eða ekki í hóp.

Emery var hjá Arsenal í 18 mánuði en var á endanum rekinn þar sem Freddie Ljunberg tók tímabundið við áður en Mikel Arteta var ráðinn nýr stjóri. Nú hefur Emery byrjað að tjá sig um nokkra hluti sem voru í gangi á tíma sínum hjá liðinu.

„Þegar öllu er á botninn hvolft, þá verður Özil að líta í eigin barm. Hann þarf að skoða hugarfarið sitt og vinnusemina," sagði Emery.

„Ég var alltaf jákvæður í hans garð varðandi það að nota hann í leikjum, en hugarfarið sem hann tileinkaði sér var ekki nógu gott, ekki vinnusemin heldur.

„Özil hefði mögulega geta orðið fyrirliði liðsins, en liðsfélagar hans vildu ekki að hann yrði það. Skuldbinding hans var ekki nógu mikil fyrir einhvern sem ætti skilið að vera fyrirliði. Það var ekki ég sem ákvað það, heldur leikmennirnir," sagði Emery.

Þá segir hann að Özil hafi verið eini leikmaðurinn sem hafi ekki mætt á fund með Emery, daginn eftir að liðið tapaði úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Chelsea. Hann vildi ræða við alla leikmenn í hálftíma undir fjögur augu. Özil mætti hins vegar ekki.
Athugasemdir
banner