Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 15. maí 2020 18:00
Elvar Geir Magnússon
Rússar aftur af stað 21. júní
Rússneska úrvalsdeildin mun fara aftur af stað 21. júní en þetta var tilkynnt í dag.

Keppni var frestað í Rússlandi 17. mars vegna kórónaveirufaraldursins.

Þær átta umferðir sem eru eftir í Rússlandi verða leiknar bak við luktar dyr og verða fjórar umferðir í miðri viku.

Rússneska bikarkeppnin mun halda áfram en úrslitaleikurinn hefur verið settur á 25. júlí

Ríkjandi meistarar í Zenit frá Pétursborg eru með níu stiga forystu á Lokomotiv Moskvu og Krasnodar fyrir síðustu átta umferðirnar en Jón Guðni Fjóluson er hjá Krasnodar.

CSKA Moskva, lið Harðar Björgvins Magnússonar og Arnórs Sigurðssonar, er í fimmta sæti.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner