Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 15. maí 2021 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári er grjótharður Víkingur og landsliðsmaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingurinn Kári Árnason var til viðtals eftir leik Stjörnunnar og Víkings á fimmtudagskvöld. Kári er uppalinn Víkingur en lék um árabil sem atvinnumaður erlendis. Kári er á 39. aldursári og gekk í raðir Víkings á nýjan leik sumarið 2019. Víkingur vann leikinn 2-3 í Garðabænum.

Einhverjir lesendur hugsa mögulega með sér að það sé ekki mikið um nýjar upplýsingar í þessari fyrirsögn en Kári var með skemmtileg ummæli í viðtali eftir leikinn.

Hvernig fannst þér frammistaða liðsins heilt yfir?

„Mér fannst hún góð, við sköpuðum helling af færum. Kannski var pressan ekki alveg nógu góð. Það gerist undir lok leikja og mér fannst þetta heilt yfir líta mjög vel út. Auðvitað eru þessi mörk klaufaleg af okkar hálfu en þetta er svaka skot hjá stráknum. Fyrir utan þessi tvö þá skapa þeir svo sem ekki mikla hættu," sagði Kári.

Líður þér alltaf vel í stöðunni 3-2 og þeir aðeins að setja á ykkur?

„Mér líður aldrei vel í stöðunni 3-2 en það er bara name of the game. Það er bara svoleiðis og maður er alltaf með lífið í lúkunum. Sérstaklega þegar maður spilar fyrir Víking eða landsliðið, þetta er svolítið öðruvísi. Þetta er ekki sama stressfrí og fyrir einhverja klúbba sem þér er meira sama um," sagði Kári.

Viðtalið má sjá hér að neðan.
Kári Árna: Við Sölvi hræddir um minnisleysi 45 ára
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner