sun 15. maí 2022 11:59
Ívan Guðjón Baldursson
Brynjar Björn að hætta hjá HK til að taka við Örgryte
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Brynjar Björn Gunnarsson, sem skrifaði undir þriggja ára samning við HK í fyrra, á leið til Svíþjóðar þar sem hann mun taka við Örgryte.


Brynjar Björn lék fyrir Örgryte árið 1999 áður en hann skipti yfir til Stoke City og snýr hann því aftur á kunnugar slóðir.

Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni fyrir Brynjar þar sem Örgryte hefur farið skelfilega illa af stað í sænsku B-deildinni og situr á botninum með tvö stig eftir sjö umferðir.

Brynjar Björn er 46 ára gamall og hefur verið við stjórnvölinn hjá HK í fjögur ár en þar áður var hann aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni.

Á ferlinum lék Brynjar meðal annars fyrir Watford, Nottingham Forest og KR auk þess að spila 74 A-landsleiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner