Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. maí 2022 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vill frekar ná Meistaradeildarsæti en að vera markahæstur
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Son Heung-min hefur verið besti leikmaður Tottenham á þessari leiktíð og er spenntur fyrir síðustu tveimur umferðum enska úrvalsdeildartímabilsins. 


Tottenham er í harðri baráttu við Arsenal um Meistaradeildarsæti eftir að hafa unnið innbyrðisviðureign liðanna 3-0 á fimmtudaginn. Arsenal er þó einu stigi fyrir ofan og því í betri stöðu fyrir lokaumferðirnar.

Son er næstmarkahæstur í úrvalsdeildinni með 21 mark, einu marki eftir Mohamed Salah sem er með 22.

„Það væri gaman að enda markahæstur en það er ekki jafn mikilvægt og að ná Meistaradeildarsæti," sagði Son þegar hann var spurður út í markakapphlaupið við Salah.

Son skoraði mark númer 21 í sigrinum gegn Arsenal og var þessum öfluga framherja skipt útaf á 72. mínútu í stöðunni 3-0. Son var allt annað en sáttur með að vera tekinn af velli þegar hann var aðeins einu marki frá því að jafna Salah.

„Það er augljóslega frábært að keppast um að vera markahæstur en þetta Meistaradeildarsæti skiptir meira máli en allt annað. Ég er aldrei ánægður þegar mér er skipt af velli því ég elska að spila fótbolta og vil alltaf vera inná til að hjálpa liðinu.

„Ég skil vel að hann tók mig útaf því við eigum annan leik með stuttu millibili. Ég get ekki lofað því að ég muni skora í þeim leik en ég mun gera mitt besta."

Son og félagar eru að spila við Burnley þessa stundina en staðan er markalaus eftir rétt rúmlega hálftíma leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner