Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 15. júní 2021 23:00
Victor Pálsson
Strax búið að jafna metið yfir flest sjálfsmörk
Mynd: EPA
Það er búið að skora þrjú sjálfsmörk á Evrópumeistaramótinu í sumar eftir leikina sem fóru fram í kvöld.

Fyrsta sjálfsmarkið var skorað af Merih Demiral fyrir Tyrki en það var í opnunarleiknum gegn Ítölum í 3-0 tapi.

Seinna sjálfsmarkið var skráð á Wojciech Szczesny, markvörður Póllands, er liðið tapaði 2-1 gegn Slóvakíu.

Í kvöld skoraði Mats Hummels svo sjálfsmark fyrir Þýskaland sem reyndist sigurmarkið í 1-0 tapi gegn Frökkum.

Það er nú þegar búið að jafna metið yfir flest sjálfsmörk á einu móti sem var sett árið 2016 er þrjú voru skoruð.

Aðeins 12 leikir eru búnir og er ansi ljóst að þetta met verður slegið.
Athugasemdir
banner
banner