Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   mið 15. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belotti hringdi í alla liðsfélaga sína
Ítalski sóknarmaðurinn Andrea Belotti er búinn að kveðja liðsfélaga sína hjá Torino.

Þetta kemur fram hjá ítalska fjölmiðlinum Tuttosport.

Fram kemur á síðunni að Belotti sé búinn að nota síðustu daga til að hringja í alla liðsfélaga sína hjá Torino og kveðja þá, hann ætli að fara í annað félag í sumar þegar samningur hans rennur út.

Belotti er 27 ára gamall og hefur verið einn af sterkari framherjum ítalska boltans síðustu árin. Hann hefur alls skorað 93 mörk í 213 deildarleikjum fyrir Torino.

Hann sagði ekki við liðsfélaga sína hvert hann væri að fara, hann veit það örugglega ekki enn sjálfur en áhuginn er eflaust mikill á þessum öfluga framherja.
Athugasemdir
banner