Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   fim 15. júní 2023 23:10
Sverrir Örn Einarsson
Hans Viktor: Sé tækifæri á að halda svo bara áfram og það gekk upp
Lengjudeildin
Hans Viktor var hetja Fjölnismanna gegn Grindavík
Hans Viktor var hetja Fjölnismanna gegn Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hans Viktor Guðmundsson fyrirliði Fjölnis reyndist hetja leiksins þegar Fjölnir lagði Grindavík 1-0 á Stakkavíkurvellinum í Grindavík í kvöld en Hans var öflugur í vörn Fjölnis auk þess sem hann skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik sem dugði til að tryggja gestunum stigin þrjú.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  1 Fjölnir

„Tilfinningin er bara mjög góð, þrjú stig, mjög mikilvæg stig á móti öflugu liði á útivelli sem er bara geðveikt.“
Sagði Hansi um tilfinninguna að leik loknum,

Grasvöllurinn í Grindavík er allur að koma til eftir erfitt vor en aðstæður voru þó ekki fullkomnar. Um upplegg Fjölnismanna í leiknum sagði Hansi.

„Við ætluðum að meta völlinn, þetta er allt í lagi völlur miðað við aðra velli. Svo ætluðum við bara að meta hvað við myndum gera þegar við kæmum inn í leikinn hvort við værum að fara að spila eða fara langt. Við erum með allskonar upplegg og þurfum bara að aðlaga okkur eftir vellinum.“

Hans gerði eins og áður segir eina mark leiksins þegar hann böðlaði sig í gegnum vörn Grindavíkur og skoraði af markteig úr opnum leik miðvörðurinn sjálfur. Mörg svona mörk sem hann hefur skorað í Meistaraflokki?

„Nei það held ég ekki, ég held að þetta sé sennilega það fyrsta.“ Sagði Hans og bætti við aðspurður hvernig honum hafi dottið þetta í hug?

„Ég er að vinna boltann þarna og sé bara Hákon og sendi á hann, sé tækifæri á að halda svo bara áfram og það gekk upp. “

Sagði Hans en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner