Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. júlí 2018 10:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sean Cox kominn aftur til meðvitundar
Liverpool sigraði Roma í einvíginu í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þessi mynd var tekin eftir seinni leikinn í Róm en þarna má sjá leikmenn sýna Sean Cox virðingu sína.
Liverpool sigraði Roma í einvíginu í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þessi mynd var tekin eftir seinni leikinn í Róm en þarna má sjá leikmenn sýna Sean Cox virðingu sína.
Mynd: Getty Images
Sean Cox, stuðningsmaður Liverpool, sem ráðist á var fyrir utan Anfield fyrir leik Liverpool og Roma í Meistaradeildinni í apríl síðastliðnum er kominn aftur til meðvitundar samkvæmt frétt frá Liverpool Echo.

Cox, sem er 53 ára gamall faðir, varð fyrir árás frá stuðningsmönnum Roma fyrir leikinn í Meistaradeildinni og var hann fluttur á sjúkrahús í alvarlegu ástandi eftir árásina.

Írinn varð fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum og var í dái, en er núna kominn aftur til meðvitundar sem eru frábærar fréttir.

Cox er víst búinn að taka stór skref í að jafna sig, hann er núna í endurhæfingu.

Tveir ítalskir karlmenn, Daniele Sciusco, 29 and Filippo Lombardi, 20, voru handteknir fyrir að ráðast á Cox. Þeir hafa báðir verið kærðir fyrir verknaðinn.

Mikill peningur hefur safnast fyrir Cox og hans fjölskyldu. Vonandi nær hann að jafna sig að fullu fljótlega.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner