Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 15. júlí 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Höjbjerg vill fara til Tottenham
Danski landsliðsmaðurinn Pierre-Emile Höjbjerg vill ganga til liðs við Tottenham Hotspur í sumar en þetta kemur fram í Daily Mail.

Höjbjerg, sem er 24 ára gamall, var sviptur fyrirliðabandinu hjá Southampton í júní eftir að það slitnaði upp úr samningaviðræðum en hann á aðeins ár eftir af samningnum.

Hann hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum eftir að deildin fór aftur af stað og vill hann komast frá félaginu í sumar.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur mikinn áhuga á að fá danska leikmanninn í sumar en Southampton vill fá 35 milljón punda fyrir hann.

Mourinho mun færa Eric Dier alfarið í vörnina og þá gæti Kyle Walker-Peters farið í skiptum en hann er á láni hjá Southampton frá Tottenham.
Athugasemdir
banner