fim 15. ágúst 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá Rochdale í að vinna Evrópubikar
Mynd: Getty Images
Andy Lonergan stóð vaktina sem varamarkvörður Liverpool þegar liðið vann Ofurbikar Evrópu í gær.

Liverpool hafði betur gegn Chelsea í Istanbúl eftir vítaspyrnukeppni og var það kollegi Lonergan, hann Adrian, sem var hetjan í þeirri vítakeppni.

Lonergan gerði stuttan samning við Liverpool eftir að Alisson, aðalmarkvörður Liverpool, meiddist.

Lonergan æfði með Liverpool í sumar og var hann því fenginn inn þegar Alisson meiddist.

Hann er 35 ára gamall og hefur komið víða við á Englandi. Á síðasta tímabili lék hann með Rochdale í C-deildinni, á láni frá Middlesbrough.

Rochdale sendi honum kveðju eftir leikinn í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner