Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 15. ágúst 2020 18:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Selfoss vann á heimavelli og Kári vann á Húsavík
Selfoss er í fimmta sæti með 16 stig.
Selfoss er í fimmta sæti með 16 stig.
Mynd: Hulda Margrét
Selfoss komst aftur á sigurbraut í 2. deild karla með flottum heimasigri gegn Dalvík/Reynir í dag.

Danijel Majkic kom Selfossi yfir á 13. mínútu og Ingvi Rafn Óskarsson tvöfaldaði forystuna stuttu síðar. Staðan var 2-0 í hálfleik, en í byrjun seinni hálfleiksins minnkaði Jón Heiðar Magnússon muninn fyrir Selfyssinga.

Lengra komust gestirnir hins vegar ekki og gerði Kenan Turudija út um leikinn á 84. mínútu. Lokatölur 3-1 og er Selfoss núna fimmta sæti með 16 stig. Dalvík/Reynir er í 11. sæti með fimm stig.

Það er mikil spenna í toppbaráttunni í þessari deild og munar aðeins sex stigum á toppliði Kórdrengja og liðinu í áttunda sæti, Kára. Skagamenn fóru á Húsavík og sóttu þar þrjú stig eftir að hafa lent 1-0 undir snemma leiks.

Lokatölur á Húsavík voru 3-2 fyrir Kára. Það hefur lítið gengið hjá Völsungi í sumar, en liðið er á botni deildarinnar með aðeins fjögur stig.

Selfoss 3 - 1 Dalvík/Reynir
1-0 Danijel Majkic ('13 )
2-0 Ingvi Rafn Óskarsson ('22 )
2-1 Jón Heiðar Magnússon ('50 )
3-1 Kenan Turudija ('84 )
Lestu nánar um leikinn

Völsungur 2 - 3 Kári
1-0 Elvar Baldvinsson ('2)
1-1 Páll Sindri Einarsson ('20)
1-2 Elís Dofri G Gylfason ('33)
1-3 Andri Júlíusson ('49)
2-3 Ásgeir Kristjánsson ('89)

Önnur úrslit:
2. deild: Kórdrengir endurheimtu toppsætið
Athugasemdir
banner
banner
banner