Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   lau 15. ágúst 2020 19:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Er eiginlega í sjokki
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er eiginlega í sjokki, að vera 3-0 yfir á heimavelli og gera jafntefli. Það er ekki boðlegt," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis R., eftir jafntefli gegn Þór í markaleik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Þór

Leiknismenn vildu í tvígang fá vítaspyrnu í leiknum. Annað atvikið var undir lok fyrri hálfleiks og það seinna í stöðunni 3-3, í bæði skiptin var það Vuk Oskar Dimitrijevic sem féll í teignum. Fannst Sigga þetta vera vítaspyrnur?

„Já klárlega þegar Vuk fer niður en ég ætla að pæla í einhvejru öðru en því."

Hvað segir Siggi við strákana eftir að hafa misst niður 3-0 forskot - var hann ósáttur við eitthvað annað en sína leikmenn í þessum leik?

„Mér fannst þetta líta vel út í seinni en svo kemur 10-15 mínútna kafli þar sem við hleypum þeim í leikinn og Þórsararnir gera vel. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og vinna í því hugarfarslega að rífa hvern annan upp inn á vellinum. Við þurfum að fækka þessum köflum sem við erum andlausir."

Hvað ætlar Siggi að segja við strákana sína fyrir næsta leik til að koma í veg fyrir að það sama gerist aftur?

„Það eru engin töfraorð við því. Við lærum af þessu og ræðum þetta í rólegheitunum á morgun. Ég held að allir hafi verið sammála því sem ég ræddi eftir leikinn að við þurfum að vera sterkari andlega."

Leiknir hefur fengið 20 stig í Lengjudeildinni í níu leikjum og því sjö stigum frá því að vera með fullt hús stiga. Öll þessi sjö stig hafa 'tapast' á heimavelli. Er einhver ástæða fyrir því?

„Nei, við viljum ekki hafa það þannig engin sérstök ástæða fyrir því."

Hefði Guy Smit átt að fá seinna gula þegar Þórsarar fengu vítaspyrnu eftir að hollenski markvörðurinn braut á Guðna Sigþórssyni? Hver er skoðun Sigga á því?

„Jújú það var örugglega seinna gula en ég hef eiginlega ekki skoðun á því," sagði Siggi og þar með lauk viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner