Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   lau 15. ágúst 2020 19:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Er eiginlega í sjokki
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er eiginlega í sjokki, að vera 3-0 yfir á heimavelli og gera jafntefli. Það er ekki boðlegt," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis R., eftir jafntefli gegn Þór í markaleik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Þór

Leiknismenn vildu í tvígang fá vítaspyrnu í leiknum. Annað atvikið var undir lok fyrri hálfleiks og það seinna í stöðunni 3-3, í bæði skiptin var það Vuk Oskar Dimitrijevic sem féll í teignum. Fannst Sigga þetta vera vítaspyrnur?

„Já klárlega þegar Vuk fer niður en ég ætla að pæla í einhvejru öðru en því."

Hvað segir Siggi við strákana eftir að hafa misst niður 3-0 forskot - var hann ósáttur við eitthvað annað en sína leikmenn í þessum leik?

„Mér fannst þetta líta vel út í seinni en svo kemur 10-15 mínútna kafli þar sem við hleypum þeim í leikinn og Þórsararnir gera vel. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og vinna í því hugarfarslega að rífa hvern annan upp inn á vellinum. Við þurfum að fækka þessum köflum sem við erum andlausir."

Hvað ætlar Siggi að segja við strákana sína fyrir næsta leik til að koma í veg fyrir að það sama gerist aftur?

„Það eru engin töfraorð við því. Við lærum af þessu og ræðum þetta í rólegheitunum á morgun. Ég held að allir hafi verið sammála því sem ég ræddi eftir leikinn að við þurfum að vera sterkari andlega."

Leiknir hefur fengið 20 stig í Lengjudeildinni í níu leikjum og því sjö stigum frá því að vera með fullt hús stiga. Öll þessi sjö stig hafa 'tapast' á heimavelli. Er einhver ástæða fyrir því?

„Nei, við viljum ekki hafa það þannig engin sérstök ástæða fyrir því."

Hefði Guy Smit átt að fá seinna gula þegar Þórsarar fengu vítaspyrnu eftir að hollenski markvörðurinn braut á Guðna Sigþórssyni? Hver er skoðun Sigga á því?

„Jújú það var örugglega seinna gula en ég hef eiginlega ekki skoðun á því," sagði Siggi og þar með lauk viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir