Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   lau 15. ágúst 2020 19:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Er eiginlega í sjokki
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er eiginlega í sjokki, að vera 3-0 yfir á heimavelli og gera jafntefli. Það er ekki boðlegt," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis R., eftir jafntefli gegn Þór í markaleik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Þór

Leiknismenn vildu í tvígang fá vítaspyrnu í leiknum. Annað atvikið var undir lok fyrri hálfleiks og það seinna í stöðunni 3-3, í bæði skiptin var það Vuk Oskar Dimitrijevic sem féll í teignum. Fannst Sigga þetta vera vítaspyrnur?

„Já klárlega þegar Vuk fer niður en ég ætla að pæla í einhvejru öðru en því."

Hvað segir Siggi við strákana eftir að hafa misst niður 3-0 forskot - var hann ósáttur við eitthvað annað en sína leikmenn í þessum leik?

„Mér fannst þetta líta vel út í seinni en svo kemur 10-15 mínútna kafli þar sem við hleypum þeim í leikinn og Þórsararnir gera vel. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og vinna í því hugarfarslega að rífa hvern annan upp inn á vellinum. Við þurfum að fækka þessum köflum sem við erum andlausir."

Hvað ætlar Siggi að segja við strákana sína fyrir næsta leik til að koma í veg fyrir að það sama gerist aftur?

„Það eru engin töfraorð við því. Við lærum af þessu og ræðum þetta í rólegheitunum á morgun. Ég held að allir hafi verið sammála því sem ég ræddi eftir leikinn að við þurfum að vera sterkari andlega."

Leiknir hefur fengið 20 stig í Lengjudeildinni í níu leikjum og því sjö stigum frá því að vera með fullt hús stiga. Öll þessi sjö stig hafa 'tapast' á heimavelli. Er einhver ástæða fyrir því?

„Nei, við viljum ekki hafa það þannig engin sérstök ástæða fyrir því."

Hefði Guy Smit átt að fá seinna gula þegar Þórsarar fengu vítaspyrnu eftir að hollenski markvörðurinn braut á Guðna Sigþórssyni? Hver er skoðun Sigga á því?

„Jújú það var örugglega seinna gula en ég hef eiginlega ekki skoðun á því," sagði Siggi og þar með lauk viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner