Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   lau 15. ágúst 2020 19:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Er eiginlega í sjokki
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er eiginlega í sjokki, að vera 3-0 yfir á heimavelli og gera jafntefli. Það er ekki boðlegt," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis R., eftir jafntefli gegn Þór í markaleik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Þór

Leiknismenn vildu í tvígang fá vítaspyrnu í leiknum. Annað atvikið var undir lok fyrri hálfleiks og það seinna í stöðunni 3-3, í bæði skiptin var það Vuk Oskar Dimitrijevic sem féll í teignum. Fannst Sigga þetta vera vítaspyrnur?

„Já klárlega þegar Vuk fer niður en ég ætla að pæla í einhvejru öðru en því."

Hvað segir Siggi við strákana eftir að hafa misst niður 3-0 forskot - var hann ósáttur við eitthvað annað en sína leikmenn í þessum leik?

„Mér fannst þetta líta vel út í seinni en svo kemur 10-15 mínútna kafli þar sem við hleypum þeim í leikinn og Þórsararnir gera vel. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og vinna í því hugarfarslega að rífa hvern annan upp inn á vellinum. Við þurfum að fækka þessum köflum sem við erum andlausir."

Hvað ætlar Siggi að segja við strákana sína fyrir næsta leik til að koma í veg fyrir að það sama gerist aftur?

„Það eru engin töfraorð við því. Við lærum af þessu og ræðum þetta í rólegheitunum á morgun. Ég held að allir hafi verið sammála því sem ég ræddi eftir leikinn að við þurfum að vera sterkari andlega."

Leiknir hefur fengið 20 stig í Lengjudeildinni í níu leikjum og því sjö stigum frá því að vera með fullt hús stiga. Öll þessi sjö stig hafa 'tapast' á heimavelli. Er einhver ástæða fyrir því?

„Nei, við viljum ekki hafa það þannig engin sérstök ástæða fyrir því."

Hefði Guy Smit átt að fá seinna gula þegar Þórsarar fengu vítaspyrnu eftir að hollenski markvörðurinn braut á Guðna Sigþórssyni? Hver er skoðun Sigga á því?

„Jújú það var örugglega seinna gula en ég hef eiginlega ekki skoðun á því," sagði Siggi og þar með lauk viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner