mán 15. ágúst 2022 14:02
Elvar Geir Magnússon
Er hinn 35 ára gamli Vardy lausnin á vandamálum Man Utd?
Jamie Vardy.
Jamie Vardy.
Mynd: EPA
The Athletic segir að örvæntingarfull leit Manchester United að liðsstyrk hafi leitt félagið að Jamie Vardy, 35 ára sóknarmanni Leicester.

Leicester þarf að rétta við bókhaldið og hefur verið opið fyrir því að selja leikmenn. Hvort Vardy, sem hafnaði Arsenal á sínum tíma, sé spenntur fyrir því að fara til United er ekki vitað.

Þá segir fjölmiðillinn að Erik ten Hag hafi skipt um skoðun varðandi Cristiano Ronaldo og sé nú opinn fyrir því að hleypa honum í burtu frá félaginu.

United tapaði fyrstu tveimur deildarleikjum sínum og hefur bara skorað eitt mark, sem var reyndar sjálfsmark.

Í síðustu viku var United orðað við Marko Arnautovic hjá Bologna en hætti við þær áætlanir eftir neikvæð viðbrögð stuðningsmanna.

Sóknarmennirnir Alvaro Morata hjá Atletico Madrid og Raul de Tomas hjá Espanyol hafa einnig verið orðaðir við United.

Sjá einnig:
Ronaldo situr einn í matsalnum
Athugasemdir
banner
banner
banner