Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 15. ágúst 2022 14:53
Elvar Geir Magnússon
Romano tístir um Rúnar Alex sem fer aftur frá Arsenal á láni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hefur gert lánssamning við tyrkneska úrvalsdeildarfélagið Alanyaspor.

Fabrizio Romano segir frá þessu á Twitter en Rúnar Alex er lánaður frá Arsenal út tímabilið eða til júnímánaðar 2023.

Rúnar Alex á enn tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal.

Alanyaspor hafnaði í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar þar í landi á síðasta tímabili.

Rúnar Alex, sem er 27 ára, gekk til liðs við Arsenal árið 2020 og hefur spilað 6 leiki fyrir félagið. Hann var á láni hjá belgíska liðinu Leuven á síðustu leiktíð.



Athugasemdir
banner
banner
banner