banner
   mán 15. ágúst 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Marinó sneri til baka á völlinn eftir 100 daga fjarveru
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það gladdi marga Þórsara í gær að sjá Sigurð Marinó Kristjánsson spila síðustu mínúturnar þegar HK kom í heimsókn.

Sigurður er þrítugur miðjumaður sem uppalinn er í Þór og er leikreyndasti leikmaðurinn í leikmannahópi liðsins.

Sigurður kom inn á sem varamaður í fyrstu umferð deildarinnar en hafði annars ekkert spilað í sumar fram að leiknum í gær. Hann kom inn þegar sex mínútur voru eftir, kom inná fyrir Ion Perello sem skoraði fyrra mark Þórs í leiknum.

Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, var spurður út í Sigga Marinó í viðtali eftir leik.

„Siggi spilaði sjö mínútur í fyrsta leik, ótrúlegt að við höfum gengið í gegnum tímabil án hans. Hann kom helvíti sterkur inn," sagði Láki. Hundrað dagar og sextán umfeðir voru þá frá því að hann spilaði gegn Kórdrengjum í fyrstu umferð deildarinnar.
Láki: Fannst við geta skorað fleiri mörk
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner