Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fim 15. ágúst 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Brighton virkjaði klásúlu í samningi Rutter - Kostar 40 milljónir punda
Georginio Rutter (t.v) gæti verið á leið til Brighton
Georginio Rutter (t.v) gæti verið á leið til Brighton
Mynd: Getty Images
Brighton hefur virkjað kaupákvæði í samningi franska sóknarmannsins Georginio Rutter, sem er á mála hjá Leeds United í ensku B-deildinni en þetta sagði David Ornstein, blaðamaður hjá Athletic, í gær.

Leeds hafði hafnað tveimur tilboðum Brighton í Rutter upp á 29 milljónir punda og það síðara upp á 35 milljónir punda áður en Brighton ákvað að virkja kaupákvæðið.

Rutter, sem er 22 ára gamall, mun nú taka ákvörðun varðandi framhaldið, en hann kom til Leeds frá Hoffenheim á síðasta ári.

Framherjinn skoraði 7 mörk í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð og er sagður áhugasamur um að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.

Ef hann samþykkir að ganga í raðir Brighton verður hann sjötti leikmaðurinn sem félagið fær í sumar á eftir Mats Wieffer, Brajen Gruda, Ibrahim Osman, Yankuba Minteh og Malick Junior.
Athugasemdir
banner
banner