Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 15. september 2019 14:19
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Mikael skoraði í sigri Midtjylland á Frederik og félögum
Mikael Anderson skoraði fyrir Midtjylland
Mikael Anderson skoraði fyrir Midtjylland
Mynd: Fótbolti.net - Eyþór Árnason
Mikael Anderson, leikmaður íslenska U21 árs landsliðsins, skoraði í 3-0 sigri danska liðsins Midtjylland á Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Mikael, sem er 21 árs gamall, var í byrjunarliði Midtjylland en mark hans kom á 55. mínútu leiksins. Hann átti þá fast skot sem fór af stönginni og inn.

Tíu mínútum síðar var honum skipt af velli en Midtjylland vann leikinn með þremur mörkum gegn engu.

Liðið er á toppnum með 25 stig eftir níu leiki en liðið hefur unnið átta og gert eitt jafntefli.

Mikael hefur verið öflugur en hann hefur skorað 2 mörk og lagt upp 2 í átta leikjum.

Frederik Schram sat allan tímann á varamannabekk Lyngby í dag sem er í 12. sæti með 9 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner