Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 15. september 2019 13:58
Brynjar Ingi Erluson
Fær sér tattú af Luka Kostic ef hann hjálpar Leikni R. upp
Þetta er myndin sem Maggi Pera ætlar að láta flúra á sig
Þetta er myndin sem Maggi Pera ætlar að láta flúra á sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Sigurjón Guðmundson eða Maggi Pera eins og hann er kallaður ætlar að fá sér húðflúr af Luka Kostic, þjálfara Hauka, ef hann vinnur Gróttu og hjálpar þannig Leikni R. að komast upp í Pepsi Max-deildina.

Staðan fyrir lokaumferðina er þannig að Grótta er í 2. sæti með 40 stig en Leiknir R. með 37 stig.

Síðasta umferðin fer fram á laugardaginn en Haukar heimsækja Gróttu á Vivaldi-völlinn á meðan Leikni R. mætir Fram í Breiðholti.

Maggi Pera er mikill aðdáandi Leiknis og segist hann ætla að fá sér húðflúr af Luka Kostic, þjálfara Hauka, ef hann nær að knýja fram sigur gegn Gróttu. Það fylgir því auðvitað að Leiknir þarf að vinna Fram og tryggja sæti sitt í Pepsi Max-deildinni.

Haukar eru á meðan í fallbaráttuslag og þurfa á öllum stigum að halda en fjögur lið berjast fyrir lífi sínu í deildinni næstu helgi. Haukar eru með 22 stig eins og Magni og Afturelding en Þróttur er með 21 stig.

Þegar lið eru jöfn að stigum í Inkasso-deildinni þá er horft á markatölu. Grótta er með +10 í markatölu en Leiknir R. +8. Ef liðin enda jöfn á markatölu eftir lokaumferðina þá eru það flest mörk skoruð og þar hefur Grótta betur eins og staðan er núna með 41 mark gegn 35 mörkum hjá Leikni.


Athugasemdir
banner
banner
banner