Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   sun 15. september 2019 17:53
Mist Rúnarsdóttir
Lilja Dögg: Þetta var algjör skita
Kvenaboltinn
Lilja Dögg skartar enn glóðurauga frá því í bikarúrslitunum og var ósátt með að KR-liðið hafi ekki mætt ákveðnara til leiks í dag
Lilja Dögg skartar enn glóðurauga frá því í bikarúrslitunum og var ósátt með að KR-liðið hafi ekki mætt ákveðnara til leiks í dag
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Þetta var bara algjör skita. Þetta var ömurlegt og við mættum eiginlega ekki til leiks. Við ætluðum að rífa okkur upp í hálfleik og gera eitthvað en það gerðist ekki heldur og Selfoss átti þetta bara skilið. Þær mættu og við gerðum það ekki,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrirliði KR, er hún var spurð út í 2-0 tapleikinn gegn Selfossi.

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Selfoss

KR-liðið var undir í baráttunni í leiknum en leikmenn liðsins höfðu margar hverjar beðið spenntar eftir öðru tækifæri til að mæta Selfoss eftir tap gegn liðinu í bikarúrslitum. Af hverju mættu KR-ingar ekki baráttuglaðari til leiks?

„Ég vildi að ég hefði svör við því, því ég get alveg sagt þér það að við erum búnar að bíða eftir þessum leik en einhverra hluta vegna náum við ekki upp okkar leik. Við vorum bara allar að spila undir pari,“ svaraði Lilja.

Það kom upp atvik í fyrri hálfleik þar sem KR-ingar vildu sjá rautt spjald fara á loft. Þá braut Brynja Valgeirsdóttir, varnarmaður Selfoss, á Guðmundu Brynju, sóknarmanni KR, sem var að sleppa í gegn. Við spurðum Liljju Dögg út í atvikið.

„Ég vildi fá rautt. Ég gat ekki betur séð en að hún væri aftasti varnarmaður að taka niður Gummu sem er að sleppa ein í gegn. Dómarinn vildi meina að það hefði verið varnarmaður í línu við þennan varnarmann. Ég á eftir að sjá það. Ég held ekki og vil trúa því að hann hafi gert mistök þar.“

Nánar er rætt við Lilju Dögg í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner