Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   sun 15. september 2019 17:53
Mist Rúnarsdóttir
Lilja Dögg: Þetta var algjör skita
Kvenaboltinn
Lilja Dögg skartar enn glóðurauga frá því í bikarúrslitunum og var ósátt með að KR-liðið hafi ekki mætt ákveðnara til leiks í dag
Lilja Dögg skartar enn glóðurauga frá því í bikarúrslitunum og var ósátt með að KR-liðið hafi ekki mætt ákveðnara til leiks í dag
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Þetta var bara algjör skita. Þetta var ömurlegt og við mættum eiginlega ekki til leiks. Við ætluðum að rífa okkur upp í hálfleik og gera eitthvað en það gerðist ekki heldur og Selfoss átti þetta bara skilið. Þær mættu og við gerðum það ekki,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrirliði KR, er hún var spurð út í 2-0 tapleikinn gegn Selfossi.

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Selfoss

KR-liðið var undir í baráttunni í leiknum en leikmenn liðsins höfðu margar hverjar beðið spenntar eftir öðru tækifæri til að mæta Selfoss eftir tap gegn liðinu í bikarúrslitum. Af hverju mættu KR-ingar ekki baráttuglaðari til leiks?

„Ég vildi að ég hefði svör við því, því ég get alveg sagt þér það að við erum búnar að bíða eftir þessum leik en einhverra hluta vegna náum við ekki upp okkar leik. Við vorum bara allar að spila undir pari,“ svaraði Lilja.

Það kom upp atvik í fyrri hálfleik þar sem KR-ingar vildu sjá rautt spjald fara á loft. Þá braut Brynja Valgeirsdóttir, varnarmaður Selfoss, á Guðmundu Brynju, sóknarmanni KR, sem var að sleppa í gegn. Við spurðum Liljju Dögg út í atvikið.

„Ég vildi fá rautt. Ég gat ekki betur séð en að hún væri aftasti varnarmaður að taka niður Gummu sem er að sleppa ein í gegn. Dómarinn vildi meina að það hefði verið varnarmaður í línu við þennan varnarmann. Ég á eftir að sjá það. Ég held ekki og vil trúa því að hann hafi gert mistök þar.“

Nánar er rætt við Lilju Dögg í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner