Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 15. september 2020 12:05
Elvar Geir Magnússon
373 dagar síðan Fjölnir vann Íslandsmótsleik
Úr leik Gróttu og Fjölnis í gær.
Úr leik Gróttu og Fjölnis í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fjölnir er á botni Pepsi Max-deildar karla með fimm stig en Grafarvogsliðið, sem er nýliði í deildinni, hefur enn ekki náð að vinna leik og ekkert sem bendir til annars en að liðið falli.

Fjölnismenn hafa gengið í gegnum 373 daga, rúmt ár, án þess að fagna sigri í Íslandsmótsleik.

Síðasti sigurinn kom 8. september í fyrra en hann var reyndar með glæsibrag, 7-1 gegn Þór á útivelli í B-deildinni.

Rasmus Christiansen og Albert Brynjar Ingason voru meðal markaskorara í þeim leik en þeir yfirgáfu félagið eftir það tímabil. Bergsveinn Ólafsson var með fyrirliðabandið á Akureyri en hann lagði óvænt skóna á hilluna rétt fyrir yfirstandandi tímabil.

Fjölni hefur alls ekki tekist að fylla skörðin sem þessir lykilmenn skildu eftir sig.

Í gær gerði Fjölnir 2-2 jafntefli gegn Gróttu í nýliðaslag. Fjölnir komst tvisvar yfir í leiknum.

„Við vissum að sumarið yrði erfitt og við förum inn í tímabilið með hóp sem er ekki alveg tilbúinn. Það voru allir meðvitaðir um það að þetta yrði mjög erfitt en að standa hér eftir þetta marga leiki og án sigurs, það sá maður kannski ekki fyrir," segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.

„Taflan segir nokkuð augljóslega hvar við erum en markmiðið er að bæta úr því."

Hér að neðan má sjá viðtal sem tekið var við Ásmund eftir leikinn gegn Gróttu í gær þar sem hann ræðir meðal annars um tímabil Grafarvogsliðsins í sumar.
Ási Arnars: Dómarinn hafði ekki þor
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner