banner
   þri 15. september 2020 11:05
Elvar Geir Magnússon
Telles til Man Utd fyrir gluggalok?
Telles í leik gegn Liverpool.
Telles í leik gegn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Daily Express segir að Manchester United sé að undirbúa 18 milljóna punda tilboð í vinstri bakvörðinn Alex Telles hjá Porto.

Þessi 27 ára leikmaður hefur spilað vel fyrir Porto og hefur reglulega verið orðaður við ensku úrvalsdeildina undanfarin ár.

í blaðinu er sagt að það sé ólíklegt að United fái Sergio Reguilón sem hefur verið orðaður við félagið. Því hafi Rauðu djöflarnir snúið sér að Telles.

Telles er Brasilíumaður sem hefur verið hjá Porto frá 2016. United vill fá inn vinstri bakvörð til að keppa um stöðuna við Luke Shaw.

Þá segja spænskir fjölmiðlar að United hafi áhuga á serbneska miðjumanninum Uros Racic. Þessi 22 ára leikmaður hefur ekki náð að fóta sig hjá Valencia eftir að hann kom frá Rauðu stjörnunni 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner