Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. september 2021 21:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Magnaður leikur á Anfield - Slakt hjá PSG
Frábær sigur fyrir Liverpool.
Frábær sigur fyrir Liverpool.
Mynd: EPA
Lionel Messi gat ekkert í kvöld.
Lionel Messi gat ekkert í kvöld.
Mynd: EPA
Liverpool tókst að landa verðskulduðum sigri gegn AC Milan í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Leikurinn var algjörlega frábær. Liverpool sýndi ótrúlega yfirburði til að byrja með. Liðið átti 13 marktilraunir á fyrstu 15 mínútum leiksins. Það kom eitt mark úr þeim og þá klúðraði Mohamed Salah vítaspyrnu.

Liverpool var áfram með tögl og haldir á leiknum þangað til AC Milan jafnaði á 42. mínútu. Ante Rebic skoraði markið. Stuttu eftir það skoraði Brahim Diaz og kom Milan í 2-1.

Hreint út sagt ótrúlegt. Ríkharð Óskar Guðnason, sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport, talaði um það snemma í fyrri hálfleiknum að þetta væri eins og æfing fyrir Liverpool.

Liverpool fékk draumabyrjun í seinni hálfleik er Salah jafnaði. Liverpool pressaði og pressaði, og svo skoraði Jordan Henderson sigurmarkið með frábæru skoti.

Lokatölur 3-2 fyrir Liverpool í mögnuðum leik. Í sama riðli gerðu Atletico Madrid og Porto markalaust jafntefli.

PSG missteig sig og City skoraði sex
Lionel Messi byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Paris Saint-Germain í kvöld er liðið mætti Club Brugge. Neymar og Kylian Mbappe byrjuðu einnig.

Þrátt fyrir allar þessar stjörnur þá gat PSG lítið sem ekkert í leiknum. Messi komst engan veginn í takt við leikinn. Ander Herrera kom PSG yfir en Hans Vanaken jafnaði fyrir Club Brugge skömmu síðar. Club Brugge nagar sig örugglega í handarbökin að hafa ekki klárað þennan leik með sigri; þeir voru ef eitthvað er betri.

Manchester City fór á kostum og skoraði sex mörk gegn RB Leipzig í sama riðli. Alls voru skoruð níu mörk í leiknum, lokatölur 6-3.

Real Madrid vann dramatískan sigur á Inter og Sebastian Haller skoraði fernu fyrir Ajax í sigri á Sporting frá Lissabon.

A-riðill:
Manchester City 6 - 3 RB Leipzig
1-0 Nathan Ake ('16 )
2-0 Nordi Mukiele ('28 , sjálfsmark)
2-1 Christopher Nkunku ('42 )
3-1 Riyad Mahrez ('45 , víti)
3-2 Christopher Nkunku ('51 )
4-2 Jack Grealish ('56 )
4-3 Christopher Nkunku ('73 )
5-3 Joao Cancelo ('75 )
6-3 Gabriel Jesus ('85 )
Rautt spjald: Angelino, RB Leipzig ('79)

Club Brugge 1 - 1 Paris Saint Germain
0-1 Ander Herrera ('15 )
1-1 Hans Vanaken ('27 )

B-riðill:
Atletico Madrid 0 - 0 Porto

Liverpool 3 - 2 Milan
0-1 Fikayo Tomori ('9 , sjálfsmark)
0-2 Ante Rebic ('42 )
0-3 Brahim Diaz ('44 )
1-3 Mohamed Salah ('49 )
2-3 Jordan Henderson ('69 )

C-riðill:
Sporting 1 - 5 Ajax
0-1 Sebastian Haller ('2 )
0-2 Sebastian Haller ('9 )
1-2 Paulinho ('33 )
1-3 Steven Berghuis ('39 )
1-4 Sebastian Haller ('51 )
1-5 Sebastian Haller ('63 )

D-riðill:
Inter 0 - 1 Real Madrid
0-1 Rodrygo ('90 )

Önnur úrslit:
Meistaradeildin: Haaland heldur áfram að raða inn mörkum
Athugasemdir
banner
banner
banner