Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 15. september 2021 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Gibbs með þrennu í átta marka leik
Magnaður markaskorari.
Magnaður markaskorari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 3 - 5 Keflavík
0-1 Josep Arthur Gibbs ('13 )
0-2 Josep Arthur Gibbs ('17 )
1-2 Birnir Snær Ingason ('19 , víti)
1-3 Josep Arthur Gibbs ('33 )
2-3 Stefan Alexander Ljubicic ('37 )
2-4 Ástbjörn Þórðarson ('60 )
3-4 Stefan Alexander Ljubicic ('85 )
3-5 Ari Steinn Guðmundsson ('98 )
Lestu um leikinn

Anfield var ekki eini staðurinn þar sem var mjög skemmtilegur fótboltaleikur í kvöld. Það var einnig boðið upp á frábæra skemmtun í Kórnum þar sem HK og Keflavík áttust við í átta-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Joey Gibbs var fljótlega búinn að koma Keflavík í 0-2. Birnir Snær Ingason minnkaði muninn af vítapunktinum, áður en Gibbs fullkomnaði þrennu sína eftir rúmlega hálftíma lek.

Stefan Alexander Ljubicic skoraði mark á frábærum tímapunkti, á 37. mínútu, og var staðan 2-3 í hálfleik.

Ástbjörn Þórðarson kom Keflavík í 2-4 eftir klukkutíma leik. Stefan Alexander minnkaði muninn aftur fyrir HK á 85. mínútu og hafði HK ágætis tíma til að jafna.

Jöfnunarmarkið kom hins vegar ekki. Á 98. mínútu leiksins kom fimmta mark Keflavíkur. „Heimamenn fáliðaðir til baka. Ari sleppur innfyrir og klárar af fagmennsku framhjá Arnari. Keflavík verður í pottinum fyrir undanúrslitin," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu þegar Ari Steinn Guðmundsson gerði fimmta mark Keflavíkur.

Lokatölur 3-5 fyrir Keflavík sem er komið áfram í undanúrslitin, líkt og ÍA og Vestri.

Það var markalaust í leikslok hjá Fylki og Víkingi. Því var framlengt. Víkingur var að komast yfir í upphafi framlengingarinnar og hægt er að fara í beina textalýsingu þaðan með því að hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner