Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. september 2021 21:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Meistararnir áfram eftir framlengingu
Víkingar eru komnir í undanúrslitin!
Víkingar eru komnir í undanúrslitin!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 0 - 1 Víkingur R.
0-0 Orri Hrafn Kjartansson ('49 , misnotað víti)
0-1 Orri Sveinn Stefánsson ('91 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn

Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru komnir áfram í Mjólkurbikarnum eftir framlengingu í leik gegn Fylki í Árbænum.

Fylkismenn naga sig örugglega verulega í handarbökin eftir þennan leik. Ásgeir Eyþórsson átti skalla í slá á 21. mínútu og Orri Hrafn Kjartansson klúðraði víti snemma í seinni hálfleiknum.

„Ekki nægilega góð spyrna, Ingvar gerir vel og ver glæsilega!" skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu.

Á 88. mínútu bjargaði Aron Snær Friðriksson, markvörður Fylkis, meistaralega. Adam Ægir Pálsson átti skot sem fór af varnarmanni og var á leið í markið, en Aron brást við stórkostlega og bjargaði marki. Hann sá til þess að leikurinn fór í framlengingu.

Það kom ekki mark á fyrstu 90 mínútunum, en á fyrstu mínútunni í framlengingunni kom markið sem beðið var eftir. „Adam Ægir með fyrirgjöfina inn í teiginn, Orri Sveinn varnarmaður Fylkis skallar boltann í eigið mark, yfir Aron og í netið!" skrifaði Elvar Geir.

Þetta sjálfsmark reyndist eina mark leiksins; fleiri urðu þau ekki. Víkingar, sem urðu bikarmeistarar 2019, eru því komnir í undanúrslitin.

Keflavík, ÍA og Vestri verða einnig í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin á eftir.
Athugasemdir
banner
banner