Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 15. september 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tvö úrvalsdeildarfélög fylgjast með Jackson
Mynd: EPA
Tvö ónefnd ensk úrvalsdeildarfélög hafa fylgst með Nicolas Jackson sem er sóknarmaður Villarreal á Spáni. Hann spilar oftast á hægri kantinum.

Jackson er 21 árs og verður hann í fyrsta sinn í senegalska landsliðshópnum þegar liðið mætir Bolivíu og Íran seinna í mánuðinum. Hann er fæddur í Gambíu en er með senegalskan ríkisborgararétt.

Í síðasta mánuði var fjallað um að Southampton, Fulham og Everton hefðu áhuga á kappanum.

Jackson er með riftunarákvæði í samningi sínum, félag getur fengið hann í sínar raðir ef það er tilbúið að reiða fram 29 milljónir punda.

Senegal er á leiðinni á HM og ef Jackson stendur sig í komandi vináttuleikjum er líklegt að hann fái kallið.
Athugasemdir
banner