De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   sun 15. september 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jakob Gunnar endaði með 25 mörk - „Var þetta nokkurn timann spurning?"
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Völsungur valtaði yfir KFA 8-3 í lokaumferð 2. deildar í gær og tryggði sér um leið sæti í Lengjudeildinni næsta sumar.


Liðið verður hins vegar án markahæsta leikmanns deildarinnar, Jakob Gunnars Sigurðarsonar, á næsta ári þar sem hann er á leið til KR.

Þessi 17 ára gamli leikmaður skoraði fernu í gær og endaði með 25 mörk í 22 leikjum og var langmarkahæstur en Gonzalo Zamorano leikmaður Selfoss var með 17 mörk.

Jakob Gunnar var mjög eftirsóttur í júlí en KR vann baráttuna að lokum.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner