Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   sun 15. september 2024 18:10
Sölvi Haraldsson
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Alex Freyr, í miðjunni, skoraði tvö mörk í dag.
Alex Freyr, í miðjunni, skoraði tvö mörk í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Af okkar hálfu vorum við mjög lélegir í dag og heppnir að fá stig. Við þurfum að stíga upp og gera betur í næsta leik.“ sagði Alex Freyr Elísson, leikmaður Fram, eftir 3-3 jafntefli við FH í dag. Alex skoraði tvö mörk í dag.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 FH

Fyrri hálfleikurinn var mjög áhugaverður þar sem hann var oft stopp og FH skoruðu tvö mörk í uppbótartímanum.

Það var mjög þungt að vera yfir 1-0 þegar bara uppbótartíminn er eftir og fara inn í hálfleikinn með 2-1. Kennie lét okkur heyra það og við litum aðeins betur út í seinni. Það er ekki boðlegt að vera 1-0 yfir og fá á okkur tvö mörk á fjagra mínútna kafla, það er ekki hægt. Kannski ástæðan afhverju við erum ekki í topp 6.“

Afhverju tók Alex Freyr vítið fyrir Fram í dag?

Ég var alltaf vítaskytta upp alla yngri flokkana og var einhverntíman vítaskytta í meistaraflokk. Ég spurði Rúnar hvort það væri ekki tími að ég færi á punktinn eftir að við klúðrum víti á móti HK. Hann var ekki alveg viss um það. Hann spurði Halla fyrst sem sagðist ekki hafa séð mig klúðra víti þannig ég fékk að fara á punktinn og setti hann að sjálfsögðu.

Báðir leikir FH og Fram í ár hafa farið 3-3 er einhver ástæða fyrir því?

Það er skrítið að þessir leikir fari báðir 3-3 og við alltaf að koma til baka. Veit ekki hver ástæðan er. Góð spurning.

Nánar er rætt við Alex Frey í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner