Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
Nýr kafli byrjað vel - „Hann er alltaf að skutla mér á æfingar"
Verið nálægt landsliðinu og núna valinn - „Draumur frá því maður var lítill"
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Benoný Breki ætlar að verða markahæstur og bæta markametið
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Heimir Guðjóns: Oft misgáfaðir menn sem eru að tala
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
   sun 15. september 2024 18:10
Sölvi Haraldsson
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Alex Freyr, í miðjunni, skoraði tvö mörk í dag.
Alex Freyr, í miðjunni, skoraði tvö mörk í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Af okkar hálfu vorum við mjög lélegir í dag og heppnir að fá stig. Við þurfum að stíga upp og gera betur í næsta leik.“ sagði Alex Freyr Elísson, leikmaður Fram, eftir 3-3 jafntefli við FH í dag. Alex skoraði tvö mörk í dag.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 FH

Fyrri hálfleikurinn var mjög áhugaverður þar sem hann var oft stopp og FH skoruðu tvö mörk í uppbótartímanum.

Það var mjög þungt að vera yfir 1-0 þegar bara uppbótartíminn er eftir og fara inn í hálfleikinn með 2-1. Kennie lét okkur heyra það og við litum aðeins betur út í seinni. Það er ekki boðlegt að vera 1-0 yfir og fá á okkur tvö mörk á fjagra mínútna kafla, það er ekki hægt. Kannski ástæðan afhverju við erum ekki í topp 6.“

Afhverju tók Alex Freyr vítið fyrir Fram í dag?

Ég var alltaf vítaskytta upp alla yngri flokkana og var einhverntíman vítaskytta í meistaraflokk. Ég spurði Rúnar hvort það væri ekki tími að ég færi á punktinn eftir að við klúðrum víti á móti HK. Hann var ekki alveg viss um það. Hann spurði Halla fyrst sem sagðist ekki hafa séð mig klúðra víti þannig ég fékk að fara á punktinn og setti hann að sjálfsögðu.

Báðir leikir FH og Fram í ár hafa farið 3-3 er einhver ástæða fyrir því?

Það er skrítið að þessir leikir fari báðir 3-3 og við alltaf að koma til baka. Veit ekki hver ástæðan er. Góð spurning.

Nánar er rætt við Alex Frey í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner