Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 15. október 2019 21:14
Brynjar Ingi Erluson
Edouard með 9 mörk í 4 leikjum - Látinn fara frá Toulouse árið 2017
Odsonne Edouard í leik með Celtic
Odsonne Edouard í leik með Celtic
Mynd: Getty Images
Odsonne Edouard, leikmaður Glasgow Celtic í Skotlandi, er heldur betur á uppleið en hann skoraði þrennu í 5-3 sigri U21 árs landsliðs Frakklands gegn Slóvakíu í kvöld. Saga Edouard er afar fróðleg.

Edouard er 21 árs gamall og uppalinn hjá Paris Saint-Germain en hann var lánaður til franska liðsins Toulouse tímabilið 2016-2017.

Hann spilaði aðeins sextán leiki og skoraði eitt mark fyrir Toulouse en var látinn fara í mars árið 2017. Edouard og þáverandi liðsfélagi hans hjá Toulouse, Mathieu Cafaro, skutu þá konu í eyrað með loftbyssu.

Edouard var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og var gert að greiða fórnarlambinu 8600 evrur í skaðabætur. Hann var lánaður til Celtic tímabilið á eftir og gerði þar 11 mörk í 29 leikjum og var á endanum keyptur til skoska liðsins.

Hann hefur í heildina skorað 43 mörk í 98 leikjum með Celtic og þá hefur hann verið heitur með franska U21 árs landsliðinu en hann er með 9 mörk í síðustu fjórum leikjum landsliðsins til þessa og gerði þá þrennu gegn Slóvakíu í kvöld.

Mörg stórlið fylgjast með Edouard um þessar mundir en Lazio er sagt vera í bílstjórasætinu um framherjann öfluga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner