Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 15. október 2019 10:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mirror 
Svona gæti Man Utd stillt upp gegn Liverpool
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Stórleikur komandi helgar í enska boltanum er viðureign Manchester United og Liverpool á sunnudag. Rauðu djöflarnir töpuðu fyrir Newcastle rétt fyrir landsleikjahlé og eru í 12. sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Staðan er önnur hjá Liverpool sem er í flottum málum á toppi deildarinnar.

Eins og greint var frá í gær er United að endurheimta lykilmenn af meiðslalistanum.

Paul Pogba, Aaron Wan-Bissaka og Luke Shaw koma væntanlega allir inn í byrjunarlið. Þá gæti Anthony Martial komið aftur inn í hópinn en ólíklegt er að hann verði klár í að byrja.

Victor Lindelöf hefur misst af síðustu tveimur leikjum United en mun væntanlega spila með sænska landsliðinu gegn Spáni í kvöld.

Mirror segir að United gæti stillt liði sínu svona upp á sunnudag.
Mun Ísland vinna Ísrael í umspilinu um EM sæti?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner