Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 15. október 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Búlgaríu: Óásættanleg hegðun hjá ensku stuðningsmönnunum
Krasimir Balakov
Krasimir Balakov
Mynd: Getty Images
Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, segist ekki hafa heyrt neitt ósæmilegt frá stuðningsmönnum Búlgaríu í 6-0 tapinu gegn Englandi í gær.

Balakov ræddi um það fyrir leikinn að enskir stuðningsmenn væru töluvert verri þegar það kemur að rasisma heldur en búlgörsku stuðningmennirnir en annað kom þó á daginn er liðin mættust í gær.

Dómarinn þurfti að stöðva leikinn í tvígang þar sem stuðningsmenn Búlgaríu voru ítrekað með kynþáttaníð í garð hörundsdökkra leikmanna enska liðsins.

Balakov mætti í viðtöl eftir leik og sagðist ekki hafa heyrt neitt ósæmilegt frá stuðningsmönnum Búlgaríu og ákvað í staðinn að skjóta á stuðningsmenn enska liðsins.

„Ég persónulega heyrði ekki þessa söngva sem þið eruð að tala um. Ég sá bara að dómarinn stöðvaði leikinn," sagði Balakov.

„Ég verð samt að segja að þessi ósættanlega hegðun búlgörsku stuðningsmannana var ekki bara okkar megin heldur einnig hjá ensku stuðningsmönnunum. Þeir voru að flauta og öskra á meðan þjóðsöngur Búlgaríu fór fram."

„Í seinni hálfleik þá notuðu þeir orð gegn okkar stuðningsmönnum og mér finnst það óásættanlegt."

„Þetta vandamál skapaðist bara í kringum þennan leik við England. Eina sem fólk hefur talað um síðustu þrjár vikur er eitthvað annað en fótbolti. Þetta er ekki góð leið til að undirbúa sig fyrir fótboltaleik."

„Ef þetta gerðist í raun og veru þá biðjumst við afsökunar á því og landsliðið okkar og knattspyrnusambandið er að leggja mikla vinnu í þetta. Það vll enginn sjá þetta en þetta hefur samt ekki gerst í leikjunum okkar hingað til og þetta gerðist núna gegn Englandi

„Ef þetta verður sannað þá þykir okkur þetta leitt en við getum ekki talað fyrir hönd þessara stuðningsmanna,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner