þri 15. október 2019 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM í dag - Toppslagur í F-riðli
Sergio Ramos og félagar mæta Svíum
Sergio Ramos og félagar mæta Svíum
Mynd: EPA
Síðasti leikdagurinn í undankeppni Evrópumótsins í þessum mánuði er í dag en Írland og Spánn eiga möguleika á að tryggja sæti sitt á EM.

Í D-riðli er það að duga eða drepast fyrir Sviss. Liðið mætir Írlandi sem er í efsta sæti riðilsins en Írar eru með 12 stig á meðan Sviss er með 8 stig. Ef Írland tekst að vinna þá er sæti þeirra á EM tryggt.

Í F-riðli er Spánn í góðu færi á að komast á EM en liðið mætir Svíþjóð sem er í 2. sæti. Spánn er með 19 stig en Svíþjóð með 14 stig. Rúmenía og Noregur eru einnig inn í baráttunni en Rúmenía er með 13 stig á meðan Noregur er með 10 stig. Liðin mætast í Rúmeníu í kvöld.

Í J-riðli er Ítalía búið að tryggja sæti á EM en Finnland getur farið langleiðina með því er liðið mætir Armeníu. Finnland er með 12 stig í 2. sæti en Armenía í þriðja sæti með 10 stig þegar þrír leikir eru eftir.

Leikir dagsins:

D-riðill:
18:45 Sviss - Írland
18:45 Gibraltar - Georgia

F-riðill:
18:45 Rúmenía - Noregur
18:45 Svíþjóð - Spánn
18:45 Færeyjar - Malta

G-riðill:
18:45 Israel - Lettland

J-riðill:
16:00 Finnland - Armenia
18:45 Grikkland - Bosnia Herzegovina
18:45 Liechtenstein - Ítalía
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner