Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. október 2021 13:30
Hafliði Breiðfjörð
Haukur Andri gerir sinn fyrsta samning við ÍA
Haukur Andri ásamt Jóhannesi Karli Guðjónssyni þjálfara ÍA.
Haukur Andri ásamt Jóhannesi Karli Guðjónssyni þjálfara ÍA.
Mynd: ÍA
ÍA tilkynnti í morgun að Haukur Andri Haraldsson hafi gert sinn fyrsta samning við félagið sem gildir út tímabilið 2024.

Haukur Andri, sem er 16 ára, var einu sinni í leikmannahóp ÍA í meistaraflokki í sumar og var nýverið valinn í fyrsta sinn í U17 landsliðið.

Hann er sonur Haraldar Ingólfssonar og Jónínu Víglundsdóttur sem bæði gerðu það gott með ÍA í gamla daga.

Systkyni hans hafa öll gert það gott í fótboltanum undanfarin ár. Unnur Ýr systir hans hefur skorað 49 mörk í 147 leikjum með ÍA, Tryggvi Hrafn bróðir hans er með Val og Hákon Arnar sem er hjá FC Kaupmannahöfn vakti mikla athygli með U21 landsliðinu í síðasta mánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner