Heimild: Þungavigtin
Dagur Örn Fjeldsted var á láni hjá FH frá Breiðabliki en hann kom fyrir gluggalok í vor. Lánssamningurinn er útrunninn og í honum var kaupmöguleiki sem FH nýtti ekki. Frá þessu er greint í Þungavigtinni.
„Þeir kaupa hann ekki. Þeir gátu keypt hann fyrir 1. nóvember en þeir hafa bara ekki efni á því. Það var X tala sem þeir þurftu að borga sem þeir gátu ekki borgað núna," segir Kristján Óli Sigurðsson í þættinum en hann er stjúpfaðir Dags.
„Þeir kaupa hann ekki. Þeir gátu keypt hann fyrir 1. nóvember en þeir hafa bara ekki efni á því. Það var X tala sem þeir þurftu að borga sem þeir gátu ekki borgað núna," segir Kristján Óli Sigurðsson í þættinum en hann er stjúpfaðir Dags.
Dagur er tvítugur vængmaður sem er uppalinn hjá Breiðabliki. Hann kom við sögu í átján leikjum með FH í Bestu deildinni, byrjaði tíu þeirra og lagði upp tvö mörk.
Dagur, sem á að baki níu leiki fyrir yngri landsliðin, er samningsbundinn Breiðabliki út næsta tímabil.
Athugasemdir



