Mikael Anderson verður ekki með Íslandi í landsleikjunum framundan gegn Aserbaísjan og Úkraínu.
Þetta kom fram á fréttamannafundi í Bakú þar sem Arnar Gunnlaugsson sat fyrir svörum.
Mikael, sem spilar fyrir Djurgarden, fór í myndatöku í Svíþjóð og KSÍ fékk þær upplýsingar í dag að hann gæti ekki verið með í leikjunum mikilvægu.
Þetta kom fram á fréttamannafundi í Bakú þar sem Arnar Gunnlaugsson sat fyrir svörum.
Mikael, sem spilar fyrir Djurgarden, fór í myndatöku í Svíþjóð og KSÍ fékk þær upplýsingar í dag að hann gæti ekki verið með í leikjunum mikilvægu.
Arnar segir mögulegt að leikmaður verði kallaður inn í hópinn í stað Mikaels en það sé í skoðun.
Þá kom fram á fundinum að Logi Tómasson hefur verið að glíma við veikindi en vonast sé til þess að hann geti spilað.
Ísland þarf sigur í Bakú til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni á sunnudag, um sæti í umspilinu. Ef Úkraína tapar gegn Frakklandi mun Íslandi þá nægja jafntefli í þeim leik.
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 9 - 3 | +6 | 10 |
| 2. Úkraína | 4 | 2 | 1 | 1 | 8 - 7 | +1 | 7 |
| 3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 11 - 9 | +2 | 4 |
| 4. Aserbaísjan | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 11 | -9 | 1 |
Athugasemdir


